banner
   mán 20. apríl 2020 10:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rummenigge ráðleggur Havertz að bíða aðeins með að fara
Kai Havertz.
Kai Havertz.
Mynd: Getty Images
Michael Rummenigge, fyrrum leikmaður Borussia Dortmund og Bayern München, hvetur hinn stórefnilega Kai Havertz til að vera áfram í herbúðum Bayer Leverkusen.

Havertz er tvítugur að aldri og leikur sem sóknarsinnaður miðjumaður. Hann er eftirsóttur af félögum eins og Bayern, Liverpool og Juventus. Svo einhver félög séu nefnd.

Michael Rummenigge er bróðir Karl-Heinz, stjórnarformanns Bayern og hann segir að Havertz eigi aðeins að skoða það að fara til Bayern eftir nokkru ár.

„Ég myndi ráðleggja honum að vera í eitt eða tvö ár í viðbót hjá Leverkusen. Þar getur hann þróað leik sinn hvað mest og tekið næstu skref í að verða mikill leiðtogi."

Rummenigge notar Mario Götze sem dæmi yfir leikmann sem tók of stórt skref of snemma. Götze, sem er fæddur 1992, fór til Bayern frá Dortmund árið 2013, en náði engan veginn að blómstra þar. Hann er í dag hjá Dortmund og á ekki fast sæti þar.

Sjá einnig:
Havertz: Tilbúinn að taka stórt skref
Athugasemdir
banner
banner
banner