Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 20. apríl 2020 15:30
Elvar Geir Magnússon
Verðmiðinn á Harry Kane of hár fyrir Man Utd
Harry Kane á æfingasvæði Tottenham.
Harry Kane á æfingasvæði Tottenham.
Mynd: Getty Images
Manchester United er að endurskoða áætlanir sínar um leikmannakaup vegna fjárhagsóvissu í kjölfar kórónaveirufaraldursins.

Guardian segir að óvissan geri það að verkum að United muni ekki horfa til leikmanna eins og Harry Kane sem kosti einfaldlega of mikið.

Framtíð Kane hefur verið mikið í umræðunni en leikmaðurinn vill lyfta bikurum. Samningur hans við Tottenham er til 2024 og talið er að markahrókurinn muni kosta í kringum 150 milljónir punda.

United átti fjóra heimaleiki og fimm útileiki eftir í ensku úrvalsdeildinni þegar keppni var frestað. Þá á liðið eftir seinni leik sinn gegn LASK í Evrópudeildinni en 5-0 sigur vannst í fyrri leiknum.
Athugasemdir
banner
banner
banner