Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 20. maí 2019 20:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Karla- og kvennalið Manchester City fögnuðu tímabilinu
Manchester City er Englandsmeistari, bikarmeistari og deildabikarmeistari.
Manchester City er Englandsmeistari, bikarmeistari og deildabikarmeistari.
Mynd: Getty Images
Kompany þakkaði stuðningsmönnum. Hann er á förum eftir 11 ár hjá félaginu.
Kompany þakkaði stuðningsmönnum. Hann er á förum eftir 11 ár hjá félaginu.
Mynd: Getty Images
Kvennalið Manchester City tók þátt í fagnaðarlátunum.
Kvennalið Manchester City tók þátt í fagnaðarlátunum.
Mynd: Getty Images
Rútu með leikmönnum karla- og kvennaliðs Manchester City í var ekið um götur Manchester-borgar í dag. Stuðningsmenn þeirra bláklæddu fögnuðu sínum liðum.

Karlalið Manchester City vann ensku þrennuna, fyrst allra karlaliða. Liðið vann ensku úrvalsdeildina, enska deildabikarinn og enska bikarinn. Liðið vann í heildina fjóra titla því í upphafi tímabils vannst Samfélagsskjöldurinn einnig.

Vincent Kompany, fyrirliða Manchester City, var vel fagnað. Hann er að yfirgefa City eftir tímabilið og mun gerast spilandi þjálfari Anderlecht í Belgíu.

Kompany hefur verið leikmaður Manchester City frá 2008 og verið stórkostlegur þjónn fyrir félagið.

„Ég vil þakka öllum. Ellefu ár, þvílíkt ferðalag sem þetta hefur verið," sagði Kompany.

Kompany spilaði alla leiki á þessu tímabili en hann spilaði stórt hlutverk undir lokin. Hann skoraði sigurmarkið í 1-0 sigri á Leicester í næst síðasta leik tímabilsins. Það var risastórt augnablik í titilbaráttunni. Markið var stórkostlegt, þrumuskot fyrir utan teig.

„Þegar boltinn endaði í markinu gegn Leicester þá vissi ég að ég væri búinn," sagði Kompany léttur.

Kompany endaði ræðu sína svona:


Kvennaliðið sýndi líka titlana
Kvennalið Manchester City fékk líka að taka þátt í gleðinni og var kvennaliðinu einnig ekið um götur Manchester í rútu.

Kvennalið Manchester City varð enskur bikarmeistari og deildabikarmeistari á þessu tímabili.

„Þetta er ótrúlegt," sagði Steph Houghton, fyrirlið Manchester City, um að fá að taka þátt í veisluhöldunum.

„Við höfum aldrei fengið að taka þátt í einhverju svona. Sumar stelpurnar eru bara 18 eða 19 ára. Þetta ýtir við okkur til þess að gera vel á næsta tímabili."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner