Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 20. maí 2021 20:13
Brynjar Ingi Erluson
Danmörk: Hjörtur fékk á sig tvö víti í dýrmætum sigri á AGF
Hjörtur fékk á sig tvö víti en það kom ekki að sök og er Bröndby nú einum sigri frá því að vinna deildina
Hjörtur fékk á sig tvö víti en það kom ekki að sök og er Bröndby nú einum sigri frá því að vinna deildina
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bröndby vann AGF 2-1 þrátt fyrir að hafa fengið tvö víti á sig í leiknum og verið manni færri í um klukkutíma en Hjörtur Hermannsson og Jón Dagur Þorsteinsson komu mikið við sögu.

Mikael Uhre kom Bröndby yfir á 5. mínútu áður en AGF fékk vítaspyrnu sex mínútum síðar.

Jón Dagur fékk vítið eftir að Hjörtur braut á honum innan teigs en Casper Nielsen klikkaði á punktinum.

VAR er notað í dönsku deildinni og kom það við sögu tíu mínútum fyrir lok fyrri hálfleiks. Heimamenn áttu háan bolta inn í teig og hoppaði Hjörtur upp í einvígið en það vildi ekki betur til en að boltinn fór af handleggnum á honum og því dæmd vítaspyrna.

Þegar VAR-skoðaði atvikið sást að Morten Frendrup var einnig brotlegur eftir að Hjörtur hreinsaði boltann og fékk því sitt annað gula spjald og þar með rautt.

Patrick Olsen steig á punktinn og skoraði fyrir AGF. Hjörtur fór af velli í hálfleik og þrátt fyrir að vera manni færri tókst Bröndby að ná í sigur þegar tuttugu mínútur voru eftir með öðru marki frá Uhre.

Risastór sigur fyrir Bröndy í baráttu um titilinn en liðið er nú í efsta sæti með 58 stig fyrir lokaumferðina. Bröndby mætir Nordsjælland á mánudag og getur með sigri tryggt sér titilinn.

Jón Dagur og hans menn í AGF eru í 4. sæti með 48 stig, en hann spilaði allan leikinn fyrir liðið í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner