Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 20. maí 2021 14:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Þegar maður sér hana á vellinum áttar maður sig á hverju maður missti af í fyrra"
Anna María Baldursdóttir
Anna María Baldursdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Anna María Baldursdóttir og Chante Sandiford voru bestu leikmenn Stjörnunnar í 0-1 útisigri gegn Þór/KA í gær.

Anna María er fyrirliði liðsins sem lék í miðverði í gær og Chante er markvörður sem Stjarnan krækti í í vetur. Chante kom eftir tvö ár með Haukum og hafði áður leikið með Selfossi.

„Þær gera þetta aðeins tryggara, það kemur reynsla í liðið. Þú heyrir í Chante tala, stýra og grípa inn í. Við vorum með ungan markmann og unga vörn í fyrra. Það er gríðarlega mikill munur, núna er meiri reynsla."

„Anna María er að spila frábærlega, alveg gríðarlega góður leikmaður. Þegar maður sér hana á vellinum þá áttar maður sig á hverju maður missti af í fyrra,"
sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, í viðtali eftir sigurinn í gær.

Var Anna María meidd í fyrra?

„Hún var meidd í fyrra og það tók langan tíma að komast að réttu aðferðinni við að halda henni í gangi. Núna erum við að gera það og hún er bara fit. Við stýrum álaginu á milli leikja og erum skynsöm með leikina," sagði Kristján.

Viðtalið í heild má sjá hér að neðan.

Lestu um leikinn: Þór/KA 0 - 1 Stjarnan
Athugasemdir
banner