Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fös 20. maí 2022 21:26
Victor Pálsson
Lengjudeildin: Svakaleg dramatík á Akureyri - Kórdrengir unnu KV
Lengjudeildin
Þórir gerði tvö.
Þórir gerði tvö.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dagur Ingi Hammer Gunnarsson.
Dagur Ingi Hammer Gunnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þór bjargaði stigi á dramatískan hátt í kvöld er liðið spilaði við Grindavík í þriðju umferð sumarsins.


Þórsarar höfðu unnið einn og tapað einum fyrir leikinn á meðan Grindvíkingar voru taplausir með fjögur stig.

Heimalið kvöldsins hafði unnið Kórdrengi 1-0 í fyrstu umferð en fékk skell gegn Fjölnismönnum þann 13. maí og tapaði 4-1.

Grindavík gerði þá jafntefli við Aftureldingu í fyrstu umferð en vann Þrótt Vogum sannfærandi í kjölfarið.

Dagur Ingi Hammer Gunnarsson kom Grindvíkingum yfir í kvöld með marki sem leit lengi út fyrir að ætla að duga gestaliðinu.

Í blálokin jöfnuðu Þórsarar er Jewook Woo kom boltanum í netið en þá voru komnar 94 mínútur á klukkuna.

Mikill hiti færðist í leikinn eftir þetta mark og fékk Thiago Dylan Ceijas að líta beint rautt spjald sem og þjálfari Grindavíkur, Alfreð Elías Jóhannsson.

Kórdrengir unnu verðskuldaðan sigur á KV á sama tíma en liðið hafði betur 2-0 með mörkum frá Þóri Rafn Þórissyni.

Þórir gerði bæði mörk Kórdrengja sem fengu einnig vítaspyrnu snemma leiks sem Ingólfur Sigurðsson brenndi af.

Afturelding fékk þá sitt annað stig í deildinni og varð um leið fyrsta liðið til að taka stig af Selfyssingum.

Þessum leik lauk með 1-1 jafntefli þar sem Ýmir Halldórsson jafnaði metin fyrir Aftureldingu þegar tvær mínútur voru eftir.

Selfoss var með fullt hús stiga fyrir leikinn en er nú með sjö stig í þriðjka sætinu og er taplaust ásamt Fylki og Grindavík.

Þór 1 - 1 Grindavík
0-1 Dagur Ingi Hammer Gunnarsson ('27 )
1-1 Jewook Woo ('94 )

Rautt spjald: ,Thiago Dylan Ceijas, Grindavík ('97)Alfreð Elías Jóhannsson, Grindavík ('98)

Lestu um leikinn

Kórdrengir 2 - 0 KV
1-0 Þórir Rafn Þórisson ('14 )
1-0 Ingólfur Sigurðsson ('16 , misnotað víti)
2-0 Þórir Rafn Þórisson ('47 )

Lestu um leikinn

Afturelding 1 - 1 Selfoss
0-1 Ingvi Rafn Óskarsson ('73 )
1-1 Ýmir Halldórsson ('88 )

Lestu um leikinn


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner