Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 20. maí 2022 11:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Rodgers: Yrði gott að enda í 8. sæti
Mynd: EPA
Leicester er í 9. sæti úrvalsdeildarinnar eftir að hafa sótt stig á Stamford Bridge í gærkvöldi. Sigri liðið Southampton í lokaumferðinni á sunnudag og Wolves tapar sínum leik þá endar Leicester í áttunda sæti.

„Við getum hæst endað í áttunda sæti og ef við gerum það, sérstaklega þar sem upplifunin er að þetta sé sérstaklega slæmt tímabil hjá Leicester, myndi það sýna leikmönnum hversu vel við höfum gert á tímabilinu."

Leicester endaði sem bikarmeistari í fyrra en tímabilið í ár hefur verið ansi þungt. Ljósi punkturinn á tímabilinu en gengi liðsins í Sambandsdeildinni eftir áramót en þar komst liðið í undanúrslit.

„Fyrir Leicester að vera í topp tíu og ná í undanúrslit í Evrópukeppni... Ég hef sagt það allan tímann að menn sjá hlutina á mismunandi hátt," sagði Rodgers eftir leik á Stamford Bridge í gær. Lokatölur urðu 1-1 jafntefli gegn Chelsea.
Athugasemdir
banner