Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 20. maí 2022 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Varamarkvörður Man Utd líklega á leið til Newcastle
Dean Henderson
Dean Henderson
Mynd: EPA
Enski markvörðurinn Dean Henderson mun að öllum líkindum ganga til liðs við Newcastle United í sumar á láni frá Manchester United en það er Samuel Luckhurst hjá Manchester Evening News sem greinir frá.

Henderson, sem er varamarkvörður United. hefur ekki fengið leik í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð og aðeins spilað þrjá leiki í heildina.

Hann er afar ósáttur við stöðuna og íhugaði meðal annars að yfirgefa félagið í janúar. Newcastle bauð Man Utd að fa Martin Dubravka í skiptum en því var hafnað.

Samkvæmt MEN mun Henderson yfirgefa félagið í sumar og hefur hann verið í viðræðum við Newcastle síðustu daga. Hann mun líklega gera lánssamning út tímabilið en ekki er hægt að útiloka að félagið kaupi hann frá Man Utd.

Erik ten Hag, nýr stjóri Manchester United, virðist ætla að hafa David de Gea sem aðalmarkvörð liðsins á næsta tímabili og er því ljóst að Henderson þarf að fara til að fá meiri spiltíma.
Athugasemdir
banner
banner
banner