Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 20. júní 2018 13:23
Ívan Guðjón Baldursson
Abramovich bauð 30 veikum börnum á HM
Mynd: Getty Images
Roman Abramovich, rússneskur eigandi Chelsea, bauð 30 langveikum börnum á Heimsmeistaramótið í Rússlandi.

Abramovich hefur verið mikið í fréttum undanfarið því hann fékk ekki landvistarleyfi á Englandi, líklega vegna streitunnar sem ríkir á milli Englands og Rússlands um þessar mundir.

Abramovich tók til sinna ráða og gerðist ísraelskur ríkisborgari, sem gerir honum kleift að ferðast til Englands án of mikilla vandræða.

Avram Grant, vinur Abramovich og fyrrverandi stjóri Chelsea, benti auðjöfrinum á ísraelsk góðgerðarsamtök sem fer með langveikum börnum á stórmót í knattspyrnu víðsvegar um heiminn.

Abramovich ákvað að borga allt undir 68 manna hóp, sem inniheldur 30 veik börn og 38 starfsmenn. Hópurinn sá Mexíkó leggja ríkjandi heimsmeistara Þýskalands að velli og 2-1 sigur Senegal gegn Póllandi.

Krakkarnir eru núna á spennandi leik Portúgal gegn Marokkó, þar sem Evrópumeistararnir eru einu marki yfir þegar hálftími er eftir af venjulegum leiktíma.
Athugasemdir
banner
banner