Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 20. júní 2018 07:58
Magnús Már Einarsson
Kabradinka
Hannes rólegur yfir framtíðinni: Er sem minnst í símanum
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson, segist ekki vera að hugsa um það hvort hann fari frá Randers eftir HM í Rússlandi.

Frammistaða Hannesar gegn Argentínu vakti heimsathygli og Randers greindi frá því eftir leik að önnur félög séu að sýna honum áhuga.

„Ef ég á að segja alveg eins og er þá er ég ekkert að velta mér upp úr því," sagði Hannes á fréttamannafundi í dag.

„Ég er mjög ánægður þar sem ég er og það er góð staða að vera í að finna ekki fyrir pressu til að þurfa að fara eithvað lenrgra. Ég get einbeitt mér 100% hérna og ef það gengur vel þá geta alls konar dyr opnast."

„Þetta er eitthvað sem ég er ekki að stressa mig á. Ef það gerist eitthvað þá gerist eitthvað. Ég reyni að vera sem minnst í símanum og pæla em minnst í umheiminum til að einbeita mér að þessu verkefni."

Athugasemdir
banner
banner