Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 20. júní 2018 14:30
Magnús Már Einarsson
Hannes: Þurfum að leggja þetta til hliðar
Icelandair
Hannes varði vítaspyrnu Lionel Messi á laugardaginn.
Hannes varði vítaspyrnu Lionel Messi á laugardaginn.
Mynd: Getty Images
Arnar Björnsson, íþróttafréttamaður á Stöð 2, spurði Hannes Þór Halldórsson á fréttamannafundi í dag hvort að frammistaða hans gegn Argentínu hafi gefið aukið sjálfstraust eða hvort þetta hafi verið eins og venjulegur dagur í vinnunni.

„Ég held að þetta hafi verið allt annað en venjulegur dagur í vinnunni," sagði Hannes léttur.

„Þetta var auðvitað ótrúleg upplifun. Þetta var fyrsti leikur Íslands á Heimsmeistaramóti og það er eitthvað sem allir í hópnum eru stoltir að taka þátt í."

„Þetta voru stór augnablik og eitthvað sem við munum aldrei gleyma. Núna snýst þetta um að leggja þetta aðeins til hliðar."

„Við eigum eftir að heyra nóg um þetta síðar þegar við komum heim. Núna þurfum við að fókusa á næsta leik,"
sagði Hannes en íslenska landsliðið ferðast í dag til Volgograd þar sem það mætir Nígeríu á föstudaginn.
Athugasemdir
banner
banner
banner