mið 20. júní 2018 06:00
Ingólfur Páll Ingólfsson
Meiðsli Dele Alli ekki jafn slæm og óttast var
Alli verður vonandi klár í næsta leik.
Alli verður vonandi klár í næsta leik.
Mynd: Getty Images
Meiðsli sem Dele Alli varð fyrir í leik Englands gegn Túnis á dögunum eru ekki jafnslæm og óttast var.

Dele Alli varð fyrir smávægilegri tögnun í læri í fyrsta leik Englands á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi. Þetta staðfestar knattspyrnusamband Englands.

Hinn 22 ára Alli hjálpaði liði sínu til sigurs gegn Túnis í Volgograd á mánudaginn. Alli entist í 80. mínútur áður en honum var skipt af velli fyrir Fabian Delph.

Miðjumaðurinn fór í röntgenmyndatöku á meðan liðsfélagar hans æfðu á þriðjudagseftirmðdag og nú hefur knattspyrnusambandið staðfest að um minniháttar meiðsl sé að ræða sem verði meðhöndluð á næstu dögum.

England mætir Panama í næsta leik á sunnudag. Síðasti leikur liðsins í riðlakeppninni er svo gegn Belgíu 28.júní.
Athugasemdir
banner
banner