Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 20. júní 2018 21:30
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
„Messi þarf ekki heimsmeistaratitil til að vera bestur í sögunni"
Messi í leiknum gegn Íslandi
Messi í leiknum gegn Íslandi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lionel Messi þarf ekki að vinna heimsmeistaratitilinn með Argentínu til þess að vera nefndur besti leikmaður allra tíma en þetta segir fyrrum framherji Argentínu, Hernan Crespo.

Líkt og allir vita átti Messi erfitt uppdráttar gegn Íslendingum í fyrsta leik á HM.

Messi átti 11 skot í leiknum og klúðraði vítaspyrnu.

Messi hefur átt erfitt með að vinna titla með Argentínu, en það er ekki hægt að segja það sama með félagsliði hans, Barcelona.

Þar hefur hann unnið 32 titla og fimm gullbolta á 14 tímabilum.

„Margir leikmenn eru frábærir í minni okkar þrátt fyrir að þeir hafi aldrei unnið heimsmeistarakeppnina," segir Crespo.

„Messi er frábær leikmaður. Ég elska að horfa á hann og hann er frábær maður. Hann á skilið að vinna HM. Ef hann vinnur þá er hann frábær leikmaður, en hann er enn frábær leikmaður ef hann vinnur ekki."

„Hversu margir frábærir leikmenn hafa ekki unnið HM? Ég man ekki eftir því að Johan Cruyff eða Michel Platini hafi gert það."

Athugasemdir
banner
banner