Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 20. júní 2018 17:34
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Mynd: Alfreð tilbúinn í moskítóflugurnar í Volgograd
Icelandair
Alfreð ætlar ekki að láta moskítóflugurnar í Volgograd trufla sig
Alfreð ætlar ekki að láta moskítóflugurnar í Volgograd trufla sig
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Markaskorari Íslands á HM, Alfreð Finnbogason birti skemmtilega mynd á Twitter síðu sinni en þar segist hann vera tilbúinn í moskítóflugurnar í Volgograd.

Ísland mætir Nígeríu í Volgograd á föstudag í öðrum leik sínum í D-riðli heimsmeistaramótsins.

Borgin Volgograd, áður Stalíngrad liggur við fljótið Volgu, og er leikvangurinn nálægt því mikla fljóti.

Staðsetning leikvangarins ýtir því undir mikinn moskítófaraldur og sást það vel er England og Túnis áttust við á sama velli.

Fyrir Englandsleikinn létu borgaryfirvöld þyrlur fljúga yfir völlinn og dreifa meindýraeitri en þrátt fyrir það kvartaði Harry Kane yfir moskítófluginum.

En íslenski hópurinn, og þá sérstaklega Alfreð Finnbogason er tilbúinn í flugurnar gegn Nígeríu eins og sjá má hér að neðan.

Fótbolti.net vill sérstaklega hrósa Alfreði fyrir afar vel sett sama mynd. Greinilega er hann ekki aðeins hæfileikaríkur inni á fótboltavellinum.




Athugasemdir
banner
banner
banner
banner