mið 20. júní 2018 21:00
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Southgate fór úr axlarlið á frídegi Englands
,,Betra að það sé ég heldur en einn af leikmönnunum"
Southgate þarf að slaka aðeins á fögnunum í næstu leikjum
Southgate þarf að slaka aðeins á fögnunum í næstu leikjum
Mynd: Getty Images
Landsliðsþjálfari Englands, Gareth Southgate fór úr axlarlið eftir að hafa verið á hlaupum nálægt æfingabúðum Englands í Repino.

Leikmenn Englands fengu frí frá æfingu í dag og ákvað Southgate því að taka létt tíu kílómetra hlaup og samkvæmt honum var hann á leið að bæta metið sitt áður en hann varð fyrir meiðslunum.

36 klukkustundum áður var Southgate kýlandi í loftið að fanga sigurmarki Englendinga í uppbótartíma gegn Túnis.

Hann þarf hins vegar að slaka á slíkum fögnum í næstu leikjum Englands.

„Ég mun líklega ekki fagna mörkum eins innilega í framtíðinni. Læknirinn gerði mér það ljóst að kýla í loftið væri nú úr sögunni," grínaðist Southgate með meiðslin sín.

„Við erum með frábært læknateymi og þeir voru mættir fljótlega. Þeir áttu að slaka aðeins á í dag því leikmennirnir voru í fríi en vegna mín þurfa þeir að vinna."

„Það er betra að þetta var ég en ekki einn af leikmönnunum. Ég er bara smá gáttaður því ég var á mettíma í tíu kílómetra hlaupinu!"




Athugasemdir
banner
banner
banner