Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 20. júní 2018 06:00
Ingólfur Páll Ingólfsson
Stuðningsmenn Nígeríu neita fyrir orðróma um lukkuhænsn
Mynd: Getty Images
Stuðningsmenn Nígeríu á Heimsmeistaramótinu sem fer nú fram hafa neitað fyrir þá orðróma að þeir hafi ætlað sér að fara með hænur á völlinn í Rússlandi.

Aðdáendur Nígeríu í Rússlandi hafa undanfarna daga skemmt sér konunglega yfir þeim sögusögnum að embættismenn í Rússlandi hafi hafnað beiðni þeirra að koma með lifandi hænur á leiki liðsins í heimsmeistarakeppninni sem lukkugrip.

Á meðan margar Afríkuþjóðir hafa áhugaverða siði og hjátrúr fyrir leiki, þar á meðal að taka hænur með sér á völlinn hafa aðdáendurnir harðneitað að hafa beðið um slíkt og segja að það sé ekki venja hjá stuðningsmannaliði landsliðsins.

Helstu stuðningsmannahópar landsliðsins hafa staðfest að það hafi ekki verið þau sem báðu um slíka undanþágu frá reglunum. Það verður því eitthvað lítið um lifandi hænur á vellinum í Volgograd næstkomandi föstudag en nóg verður af moskítóflugum á svæðinu.
Athugasemdir
banner