Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mið 20. júní 2018 09:34
Magnús Már Einarsson
Victor Moses: Erfiðara að mæta Íslandi en Argentínu
Icelandair
Moses í leiknum gegn Króatíu um síðustu helgi.
Moses í leiknum gegn Króatíu um síðustu helgi.
Mynd: Getty Images
Victor Moses, leikmaður nígeríska landsliðsins og Chelsea, reiknar með mjög erfiðum leik gegn Íslandi í Volgograd á föstudaginn.

Nígería tapaði fyrsta leik sínum á HM gegn Króatíu og verður að ná einhverju úr leiknum gegn Íslandi til að halda lífi í vonum sínum fyrir lokaleik riðilsins gegn Argentínu.

„Þetta verður augljóslega ekki auðvelt gegn Íslandi, sagði Moses.

„Ísland er mjög gott lið taktískt séð og þeir spiluðu mjög vel gegn Argentínu."

„Að mínu mati verður leikurinn við Ísland erfiðari en leikurinn gegn Argentínu."

Ísland og Nígería mætast í Volgograd klukkan 15:00 að íslenskum tíma á föstudaginn.
Athugasemdir
banner
banner
banner