Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fim 20. júní 2019 11:48
Fótbolti.net
„Beitir var eins og haförn í endurkomunni"
Beitir í leiknum í gær.
Beitir í leiknum í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Fyrir tímabilið var umræða um hvort Beitir Ólafsson væri nægilega góður markvörður til að standa í marki KR. Beitir fékk hrós í Innkastinu fyrir frammistöðu sína í 3-2 sigrinum gegn Val í gær.

SMELLTU HÉR til að hlusta á Innkastið

„Beitir Ólafsson hefði getað gert betur í markinu hjá Óla Kalla en í endurkomunni var hann algjörlega frábær. Hann sveif eins og haförn og greip þessar fáu fyrirgjafir sem Valsmenn áttu," sagði Tómas Þór Þórðarson.

„Undir lokin þegar KR-ingar urðu litlir í sér og ætluðu að halda var hann mikilvægur. Valsmenn fengu nokkur færi, meðal annars fékk Birkir Már dauðafæri. Þá mætti Beitir Ólafsson og sýndi mjög heilsteyptan leik. Beitir lokar þessu í restina."

Finnur Tómas Pálmason, varnarmaðurinn ungi hjá KR, hefur fengið verðskuldað lof. Hann gerði slæm mistök í aðdragandanum að öðru marki Vals í gær.

„KR-ingar eru hrikalega flottir. Finnur Tómas gerði mistök, hann er mennskur. En hann var samt góður. Sérstaklega er ég ánægður með hvernig hann bregst við eftir að hann gerir mistökin. Þá er hann bara aftur orðinn eins og klettur í vörninni," sagði Gunnar Birgisson.


Athugasemdir
banner
banner
banner