Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 20. júní 2019 17:30
Fótbolti.net
„Ein besta innkoma sem sést hefur í deildinni í mörg ár"
Aron Bjarnason í leiknum.
Aron Bjarnason í leiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Aron Bjarnason kom magnaður inn af bekknum þegar Breiðablik vann Stjörnuna í Pepsi Max-deildinni 3-1 á útivelli á þriðjudaginn. Blikar voru undir þegar Aron kom inn.

SMELLTU HÉR til að hlusta á Innkastið

„Aron átti eina bestu innkomu sem ég hef séð í deildinni frá örófi alda!" sagði Elvar Geir Magnússon í Innkastinu.

„Aron er búinn að vera frábær. Af hverju byrjar hann ekki?" sagði þá Gunnar Birgisson. Stjörnumenn réðu ekkert við Aron sem var með mark og stoðsendingu í leiknum.

„Hann býr allavega yfir því að þegar hann kemur inn þá getur hann breytt leiknum og það gerir hann svo sannarlega þarna," sagði Elvar og Gunnar tók boltann aftur.

„Mér finnst Aron ógeðslega góður leikmaður. Hann var ljósi punkturinn í 4-3 tapinu gegn Fylki. Hann getur alltaf hótað skoti og er með ruglaðan fót."

„Málið með Aron er að hann hefur skort ákveðinn stöðugleika á sínum ferli," sagði Tómas Þór Þórðarson. „Hann var einn besti leikmaður ÍBV 2016 og markahæstur. Svo fer hann í Blikana og skorar marki meira en er aldrei í umræðunni um bestu vængmennina. Hann var rosalegur 'endalínuleikmaður' sem fór upp að endalínunni en stundum hljóp hann bara með boltann útaf. Stundum sólaði hann menn í tæklur."

„Hann hefur verið að þróa sinn leikstíl og nú er vopnabúrið orðið stærra. Hann hefur þróað þennan Arjen Robben skotstíl og hann getur labbað framhjá þér ef honum dettur í hug. Hann er bara orðinn frábær leikmaður."


Athugasemdir
banner
banner
banner