Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   fim 20. júní 2019 15:54
Elvar Geir Magnússon
Man Utd sögurnar trufla Wan-Bissaka
Aaron Wan-Bissaka.
Aaron Wan-Bissaka.
Mynd: Getty Images
Aidy Boothroyd, þjálfari enska U21-landsliðsins, telur að Manchester United umræðan hafi truflað bakvörðinn Aaron Wan-Bissaka.

United er í viðræðum við Crystal Palace um möguleg kaup á þessum 21 árs leikmanni sem átti verulega gott tímabil í ensku úrvalsdeildinni.

Wan-Bissaka skoraði sjálfsmark í leik með enska U21-landsliðinu gegn Frakklandi í vikunni. Markið kom á 95. mínútu og tryggði sigur Frakka.

„Það er erfitt fyrir ungan leikmann að höndla allt þetta umtal. Ungan mann sem þekkir bara akademíuna og aðalliðið hjá Crystal Palace," segir Boothroyd.

„Aaron er fámáll og heldur hlutunum fyrir sjálfan sig. Þegar vangaveltur eru fljúgandi um þá hefur það áhrif. En ef hann hefði ekki skorað þetta sjálfsmark þá værum við líklega ekki að eiga þetta samtal núna."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner