Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fim 20. júní 2019 15:44
Arnar Daði Arnarsson
Origi verður ekki seldur í sumar
Origi verður sennilega ekki seldur í sumar.
Origi verður sennilega ekki seldur í sumar.
Mynd: Getty Images
Belgíski framherjinn, Di­vock Origi leikmaður Liverpool verður ekki seldur frá félaginu í sumar þrátt fyrir að renna út af samningi við félagið næsta sumar. Það er ESPN sem greinir frá þessu.

Enska félagið sem varð Evrópumeistari eftir sigur á Tottenham í úrslitaleik Meistaradeildarinnar hefur boðið framherjanum nýjan samning en Origi hefur ekki ennþá skrifað undir nýjan samning.

Origi skoraði þrjú mörk í Meist­ara­deild­inni í vet­ur, tvö gegn Barcelona í undanúr­slit­um og eitt í úr­slita­leik sjálfum gegn Tottenham.

Origi gekk til liðs við Liverpool frá franska félaginu Lille sumarið 2014 var lánaður aft­ur til Lille tíma­bilið 2014-2015. Tímabilið 2017-2018 var hann síðan lánaður til Wolfsburg í Þýskalandi.

Hann á að baki 63 leiki fyr­ir Li­verpool í öll­um keppn­um þar sem hann hef­ur skorað 15 mörk.
Athugasemdir
banner
banner
banner