Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 20. júní 2019 19:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Real blandar sér í baráttuna um de Ligt
Mynd: Getty Images
Matthijs de Ligt, nítján ára miðvörður Ajax og hollenska landsliðsins, er einn eftirsóttasti bitinn á leikmannamarkaðnum í Evrópu.

De Ligt hefur til þessa mest verið orðaður við Juventus, Barcelona, PSG og Manchester United. De Ligt var talinn líklegur til þess að ganga í raðir PSG á dögunum. PSG taldi sig vera tilbúið að borga de Ligt hæstu launin af þeim liðum sem höfðu áhuga.

Barcelona var talið af mörgum líklegasti áfangastaðurinn þar sem hann myndi hitta fyrir Frenkie de Jong, fyrrum samherja sinn hjá Ajax. Mino Raiola, litríkur umboðsmaður de Ligt, er sagður hafa hafnað Barcelona.

Í dag greinir RMC Sport, franskur miðill, frá því að Real Madrid sé búið að blanda sér í baráttuna um de Ligt. Real á að hafa spurst fyrir um það hvar de Ligt langar að spila og hverjar launakröfur leikmannsins væru.

Real hefur nú þegar fengið fimm leikmenn til síns og greitt fyrir þá yfir 300 milljónir evra. Leikmennirnir sem Real hefur fengið eru þeir Eden Hazard, Luka Jovic, Ferland Mendy, Rodrygo og Eder Militao.
Athugasemdir
banner
banner