Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 20. júní 2019 14:30
Elvar Geir Magnússon
Sarri: Það eru efasemdir í minn garð
Maurizio Sarri, stjóri Juventus.
Maurizio Sarri, stjóri Juventus.
Mynd: Getty Images
Maurizio Sarri svaraði spurningum ítalskra fjölmiðlamanna í morgun en hann er tekinn við Ítalíumeisturum Juventus eftir aðeins eitt ár hjá Chelsea. Hann náði flottum árangri með Chelsea, skilaði Evrópudeildartitli og þriðja sæti í deild.

„Þetta var góð lífsreynsla en ég fann fyrir þörf til að snúa aftur til Ítalíu. Mér finnst ég hafa sýnt öllum virðingu og ég gaf 100% í þetta verkefni," segir Sarri um Chelsea.

„Juve er besta ítalska félagið í dag og gaf mér tækifæri til að snúa aftur til Ítalíu. Ekkert félag hefur áður lagt svona mikla áherslu á að fá mig. Hjá þessu félagi er skyldan alltaf að vinna og ég mun gefa því allt sem ég á."

„Ég geri mér grein fyrir því að ég þarf að vinna stuðningsmenn á mitt band. Það eru efasemdir í minn garð en þannig er það alltaf þegar ég tek við nýju liði.

Sarri er spenntur fyrir því að vinna með Cristiano Ronaldo.

„Ég hef unnið með frábærum leikmönnum en Ronaldo er klassa ofar. Hann er bestur í heimi. Hann hefur unnið allt og slegið met og ég vonast til að hjálpa honum að slá fleiri met," segir Sarri.
Athugasemdir
banner
banner
banner