Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 20. júní 2019 15:00
Arnar Daði Arnarsson
Sigurður Egill tæpur fyrir leikinn gegn Grindavík
Sigurður Egill.
Sigurður Egill.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurður Egill Lárusson leikmaður Vals í Pepsi Max-deildinni þurfti að fara af velli í byrjun seinni hálfleiks í 3-2 tapi liðsins gegn KR í gærkvöldi vegna meiðsla.

Sigurður Egill stífnaði upp í mjöðminni og var skipt af velli í kjölfarið fyrir Ívar Örn Jónsson.

Sigurður Egill sagði í samtali við Fótbolta.net að væri búinn að finna fyrir þessu síðustu viku en aldrei eins slæmt og þetta var orðið í leiknum í gær.

Valur mætir Grindavík í næstu umferð á sunnudaginn. Sigurður Egill segir óljóst hvort hann verði klár fyrir þann leik.

Sigurður Egill fór af velli í stöðunni 2-0 fyrir Val en sex mínútum síðar var staðan orðin jöfn 2-2 og 22 mínútum eftir að Sigurður fór af velli var KR komið í 3-2.

„Mér fannst við vera með mjög góð tök á leiknum og gekk ég því nokkuð brattur af velli. Þegar þeir minnka muninn virðumst við missa taktinn og þeir gengu á lagið. Auðvitað grautfúlt að missa þetta niður. Við erum með alltof gott og reynslumikið lið fyrir að svona lagað gerist."
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner