Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 20. júní 2020 17:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
2. deild: Viktor Örn tryggði ÍR sigur á KF
Viktor tryggði ÍR sigur.
Viktor tryggði ÍR sigur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍR 1 - 0 KF
1-0 Viktor Örn Guðmundsson ('30 )
Lestu nánar um leikinn

ÍR-ingar unnu opnunarleik sinn í 2. deild karla gegn KF á heimavelli sínum í neðra Breiðholti. Um var að ræða síðasta leikinn í fyrstu umferð deildarinnar.

Fyrsta mark leiksins kom eftir hálftíma og var það Viktor Örn Guðmundsson sem skoraði fyrir heimamenn; laglegt mark. „Viktor Örn fær boltann hægra megin og klínir honum upp í samskeytin fjær," skrifaði Anton Freyr Jónsson í beinni textalýsingu.

Gestirnir fengu svo sannarlega tækifæri til að jafna í síðari hálfleik, og sérstaklega á 64. mínútu, en Brynjar Örn í marki ÍR var vel á verði og varði frábærlega.

ÍR náði að halda út og landa sigrinum. Lokatölur í Breiðholtinu 1-0 og ÍR er þannig eitt af þeim fimm liðum sem er með þrjú stig eftir leiki dagsins.

Önnur úrslit:
2. deild: Haukar, Njarðvík og Kórdrengir með sigra


Athugasemdir
banner
banner