Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 20. júní 2020 18:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
3. deild: Flottur sigur hjá KFG - Jafntefli í Kópavogi og á Króknum
Kári skoraði tvö fyrir KFG.
Kári skoraði tvö fyrir KFG.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrstu umferðinni í 3. deild karla lauk í dag með þremur fótboltaleikjum.

KFG er á toppi deildarinnar á markatölu eftir 4-1 útisigur á Sindra í dag. Þeir Kári Pétursson og Jóhann Ólafur Jóhannsson skoruðu báðir tvennu fyrir KFG í flottum sigri.

Hinir tveir leikirnir sem voru í dag enduðu báðir 2-2.

Einherji kom til baka eftir að hafa lent 2-0 undir gegn Augnabliki. Recoe Martin, sem kallaður hinn 'nýi Dele Alli' í breskum fjölmiðlum á síðasta ári, skoraði jöfnunarmarkið fyrir Einherja.

Tindastóll og Höttur/Huginn skildu þá jöfn. Höttur/Huginn komst í 1-0, en Stólarnir svöruðu því með tveimur mörkum. Höttur/Huginn jafnaði svo aftur seint í leiknum og þar við sat. Lokatölur 2-2 eins og í Kópavogi.

Sindri 1 - 4 KFG
0-1 Kári Pétursson ('28)
0-2 Jóhann Ólafur Jóhannsson ('44)
0-3 Jóhann Ólafur Jóhannsson ('49)
1-3 Mate Paponja ('51)
1-4 Kári Pétursson ('85)

Augnablik 2 - 2 Einherji
1-0 Þorleifur Úlfarsson ('25)
2-0 Bjarni Hafstein ('44)
2-1 Todor Hristov ('60)
2-2 Recoe Martin ('75)

Tindastóll 2 - 2 Höttur/Huginn
0-1 Ramiro David De Lillo ('50)
1-1 Luke Morgan Conrad Rae ('51)
2-1 Jónas Aron Ólafsson
2-2 Ramiro David De Lillo ('84)
Úrslit af úrslit.net


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner