lau 20. júní 2020 14:48
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarlið Gróttu og Vals: Heimir byrjar með sama lið
Rasmus er klár eftir að hafa fengið höfuðhögg gegn KR.
Rasmus er klár eftir að hafa fengið höfuðhögg gegn KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nýliðar Gróttu fá það verðuga verkefni að taka á móti Val í Pepsi Max-deildinni á eftir. Bæði þessi lið töpuðu í fyrstu umferðinni og mun að minnsta kosti annað þeirra ná í sín fyrstu stig í dag.

Leikurinn hefst klukkan 15:45. Sigurvin Reynisson, fyrirliði Gróttu, er klár í slaginn og koma einnig Ástbjörn Þórðarson og Axel Freyr Harðarson inn í byrjunarliðið frá tapinu gegn Breiðabliki. Heimir Guðjónsson byrjar með nákvæmlega sama lið og tapaði gegn KR. Rasmus Christiansen er klár í slaginn. Eiður Aron Sigurbjörnsson er ekki í hóp hjá Val.

Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu.

Byrjunarlið Gróttu:
1. Hákon Rafn Valdimarsson
6. Sigurvin Reynisson (f)
7. Pétur Theódór Árnason
9. Axel Sigurðarson
10. Kristófer Orri Pétursson
15. Halldór Kristján Baldursson
16. Kristófer Melsted
19. Axel Freyr Harðarson
21. Óskar Jónsson
22. Ástbjörn Þórðarson
29. Óliver Dagur Thorlacius

Byrjunarlið Vals:
1. Hannes Þór Halldórsson
2. Birkir Már Sævarsson
6. Sebastian Hedlund
7. Haukur Páll Sigurðsson (f)
9. Patrick Pedersen
11. Sigurður Egill Lárusson
13. Rasmus Christiansen
14. Aron Bjarnason
20. Orri Sigurður Ómarsson
21. Magnus Egilsson
77. Kaj Leo í Bartalsstovu

Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner