Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 20. júní 2020 12:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarlið KA og Víkings: Mikkel Qvist byrjar
Mikkel Qvist byrjar hjá KA, en hann var ekki með í fyrsta leik vegna meiðsla.
Mikkel Qvist byrjar hjá KA, en hann var ekki með í fyrsta leik vegna meiðsla.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Það verður stuð og stemning á Greifavellinum þegar KA leikur sinn fyrsta heimaleik í Pepsi Max-deildinni í sumar. KA fær Víkinga í heimsókn, en bæði þessi lið voru svekkt með úrslit sín í fyrstu umferðinni. KA tapaði á Skaganum og Víkingur gerði jafntefli við Fjölni á heimavelli.

Leikurinn á Akureyri hefst klukkan 13:30.

Hjá KA detta Andri Fannar Stefánsson og Ýmir Már Geirsson úr byrjunarliðinu og inn koma Mikkel Qvist og Bjarni Aðalsteinsson. Hjá Víkingum detta Logi Tómasson og Erlingur Agnarsson út. Inn koma Helgi Guðjónsson og Atli Hrafn Andrason. Guðmundur Steinn Hafsteinsson byrjar á bekknum hjá KA.

Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu frá leiknum.

Byrjunarlið KA:
1. Aron Dagur Birnuson (m)
3. Mikkel Qvist
5. Ívar Örn Árnason
6. Hallgrímur Jónasson
7. Almarr Ormarsson (F)
10. Hallgrímur Mar Steingrímsson
11. Ásgeir Sigurgeirsson
16. Brynjar Ingi Bjarnason
21. Nökkvi Þeyr Þórisson
22. Hrannar Björn Steingrímsson
77. Bjarni Aðalsteinsson

Byrjunarlið Víkings:
1. Ingvar Jónsson (m)
6. Halldór Smári Sigurðsson
8. Sölvi Ottesen (f)
9. Helgi Guðjónsson
10. Óttar Magnús Karlsson
13. Viktor Örlygur Andrason
20. Júlíus Magnússon
21. Kári Árnason
22. Ágúst Eðvald Hlynsson
24. Davíð Örn Atlason
77. Atli Hrafn Andrason
Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu frá leiknum.
Athugasemdir
banner
banner