Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 20. júní 2020 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Enskt félag reyndi að kaupa Felix á 150 milljónir evra
Joao Felix.
Joao Felix.
Mynd: Getty Images
Atletico Madrid hafnaði 150 milljón evra tilboði frá félagi úr ensku úrvalsdeildinni í portúgalska ungstirnið Joao Felix fyrr á þessari leiktíð. Goal kveðst hafa heimildir fyrir þessu.

Hinn tvítugi Felix yfirgaf Benfica síðasta sumar og gekk í raðir Atletico fyrir 126 milljónir evra.

Hann er ekki búinn að vera lengi hjá Atletico, en þrátt fyrir það reyndi félag úr ensku úrvalsdeildinni að kaupa hann áður en kórónuveirufaraldurinn skall á í Evrópu. Félagið er ekki nafngreint, en Atletico hafnaði tilboðinu um leið.

Felix hefur verið algerlega stórkostlegur á tímabilinu, en hann er enn ungur og á framtíðina fyrir sér. Hann er í miklum metum hjá Atletico Madrid.

Joao Felix verður væntanlega í eldlínunni í kvöld þegar Atletico mætir Real Valladolid í spænsku úrvalsdeildinni.
Athugasemdir
banner
banner