Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   lau 20. júní 2020 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Flick vill halda Alaba, Boateng og Thiago í sínum röðum
Thiago Alcantara.
Thiago Alcantara.
Mynd: Sjónvarp Símans
David Alaba, Jerome Boateng og Thiago Alcantara renna allir út á samningi hjá Þýskalandsmeisturum Bayern München eftir næsta tímabil.

Þeir eiga allir eftir að skrifa undir áframhaldandi samning, en Hansi Flick, stjóri Bayern, vill halda öllum þremur hjá félaginu.

„Thiago er ótrúlegur leikmaður, ótrúlegur fótboltamaður," sagði Flick við blaðamenn í gær. „Ég vil halda honum hérna. Hann sjálfur og félagið vita það. Ég vil hafa hann og Alaba til að hjálpa okkur á næstu leiktíð."

„Það er deginum ljósara að þú vilt hafa svona reynslumikla menn í þínum röðum. Ég veit ekki hvað Jerome er að hugsa. Hann er á ákveðnum aldri (31 árs), kannski vill hann aðra áskorun. Ef hann verður áfram, þá verð ég ekki sorgmæddur."

Flick vill einnig halda lánsmönnunum Ivan Perisic og Philippe Coutinho að minnsta kosti þangað til Meistaradeildin klárast í ágúst. Líklegt er að Bayern geri tilraun til að kaupa Leroy Sane frá Manchester City í sumar.

Bayern er búið að tryggja sér þýska meistaratitilinn í áttunda sinn í röð, en liðið á leik gegn Freiburg klukkan 13:30 í dag.
Athugasemdir
banner
banner