lau 20. júní 2020 08:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Kristjana Sigurz (Breiðablik/ÍBV)
Úr leiki með Augnabliki í fyrra.
Úr leiki með Augnabliki í fyrra.
Mynd: Raggi Óla
Birta Georgsdóttir.
Birta Georgsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Clara Sigurðardóttir.
Clara Sigurðardóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Berglind Björg Þorvaldsdóttir.
Berglind Björg Þorvaldsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alexandra Jóhannsdóttir.
Alexandra Jóhannsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristjana Sigurz er samningsbundin Breiðabliki en var síðustu þrjú sumur lánuð í Augnablik. Í vetur var hún svo lánuð til Vestmannaeyja þar sem hún leikur með ÍBV.

Kristjana er unglingalandsliðskona sem hefur þegar leikið 15 leiki með yngri landsliðunum. Hún lék allan leikinn með ÍBV í fyrstu umferðinni þegar liðið sigraði Þrótt, 4-3.

Fullt nafn: Kristjana Rún Kristjánsdóttir Sigurz

Gælunafn: Ekkert sérstakt en stundum bara Kris á æfingu

Aldur: 18 ára

Hjúskaparstaða: lausu

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: 15 ára

Uppáhalds drykkur: miami nocco

Uppáhalds matsölustaður: Elska óholla skyndibitastaði

Hvernig bíl áttu: BMW x4

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Gossip girl

Uppáhalds tónlistarmaður: Gunna og Stormzy

Fyndnasti Íslendingurinn: Auddi. Steindi og Gillz

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: jarðaber, turkish pepper og skógarberjamix

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: “ Má ég fara í hvítu gallabuxunum þinum plis” frá litlu systur minni

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Ekkert sérstakt lið

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Alexandra Jóhannsdóttir og Berglind Björg

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Hörður Ingi, yngriflokka þjálfarinn minn

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Berglind Björg því hún er of góð

Sætasti sigurinn: Að vinna á móti Val er alltaf gaman

Mestu vonbrigðin: Tapa undanúrslitum í fyrra

Uppáhalds lið í enska: Liverpool

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Clara Sigurðardóttir

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Alexandra Jóhannsdóttir

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Tómas Bent

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Heiðdís Lillýardóttir

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Andri Ólafsson

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Margrét Íris og Danielle Tolmais

Uppáhalds staður á Íslandi: Dalurinn i eyjum

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Í þau fáu skipti sem ég skora

Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa: chilla í símanum

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: nei ekki mikið, finnst samt gaman að horfa á handbolta

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Bleikum Nike skóm

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Hagfræði og Stærðfræði

Vandræðalegasta augnablik: Þegar ég fékk reiðiskast í leik og sparkaði eins fast og ég gat í stöngina en það var svo vont að ég gat varla stigið í löppina og hún bólgnaði öll.

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Clara Sigurðar, Birta Georgsdóttir og Elín Helena

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: er jafn stór og Mike Tyson

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Bara allar útlensku stelpurnar í ÍBV, þær hafa allar verið svo nice og orðnar miklu ófeimnari

Hverju laugstu síðast: Hvar ég var.

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Upphitun og spretti

Ef þú fengir eina spurning til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Ég myndi vilja spyrja Kobe Bryant fyrir hálfu ári hvort hann gæti selt mér þyrluna sína.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner