lau 20. júní 2020 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ótrúlegar tölur í rússnesku úrvalsdeildinni - Allt liðið í sóttkví
Frá heimavelli Rostov.
Frá heimavelli Rostov.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rússneska úrvalsdeildin byrjaði í gær aftur eftir langa pásu vegna kórónuveirufaraldursins. Ótrúlegar tölur sáust þegar Rostov heimsótti Sochi.

Rostov var í fjórða sæti fyrir leikinn og Sochi í tíunda sæti, en svo fór að Sochi vann með tíu mörkum gegn einu.

Leikurinn fór nefnilega fram þrátt fyrir að 42 leikmenn Rostov væru frá. Leikmennirnir voru í sóttkví eftir að sex leikmenn greindust með kórónuveiruna. Rostov tefldi fram U17 liðinu sínu og skiljanlega voru því lokatölurnar eins og þær voru.

Það er í raun ótrúlegt að leikurinn hafi farið fram, en Sochi kvartar væntanlega ekkert.

Rostov er fyrrum Íslendingalið. Björn Bergmann Sigurðarson, Ragnar Sigurðsson, Sverrir Ingi Ingason og Viðar Örn Kjartansson eru fyrrum leikmenn liðsins. Viðar og Björn er reyndar enn á mála hjá Rostov, en eru í láni annars staðar, Björn á Kýpur og Viðar í Tyrklandi.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner