Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 20. júní 2020 17:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pepsi Max-deildin: Létt hjá Val í fyrsta heimaleik Gróttu
Patrick Pedersen í háloftunum á Seltjarnarnesi.
Patrick Pedersen í háloftunum á Seltjarnarnesi.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Grótta 0 - 3 Valur
0-1 Haukur Páll Sigurðsson ('17 )
0-2 Kaj Leo í Bartalsstovu ('24 )
0-3 Sigurður Egill Lárusson ('62 )
Lestu nánar um leikinn

Valsarar eru komnir á sigurbraut í Pepsi Max-deild karla. Valur tapaði fyrir Íslandsmeisturum KR á heimavelli í fyrstu umferð, en þeir áttu ekki í miklum vandræðum með nýliða Gróttu á Vivaldivellinum á Seltjarnarnesi.

Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, breytti liði sínu ekki neitt frá leiknum gegn KR og leikmennirnir þökkuðu traustið.

Fyrirliðinn Haukur Páll Sigurðsson skoraði fyrsta mark Vals í Pepsi Max-deildinni árið 2020 þegar hann skallaði inn hornspyrnu frá Kaj Leó í Bartalsstovu. Stuttu síðar skoraði Kaj Leó sjálfur eftir senginu frá Aroni Bjarnasyni.

Þetta var allt saman mjög þægilegt fyrir Val og gerði Hlíðarendaliðið algerlega út um leikinn á 62. mínútu þegar Sigurður Egill Lárusson skoraði. „Gróttu menn í tómu tjóni og boltinn berst til Sigurðar Egils sem klárar með frábæru skoti fram hjá Hákoni," sagði Sverrir Örn Einarsson í beinni textalýsingu á Fótbolta.net.

Stuðningsmenn Gróttu stóðu sig vel í stúkunni á fyrsta heimaleik liðsins í efstu deild, en inn á vellinum var Gróttuliðið ekki mikil fyrirstaða fyrir Val sem setur þrjú stig á töfluna. Grótta hefur tapað báðum leikjum til þessa 3-0, gegn Breiðabliki og gegn Val.

Klukkan 18 hefst lokaleikur dagsins í deildinni þegar Íslandsmeistarar KR taka á móti HK. Smelltu hér til að fara í textalýsingu frá þeim leik.
Athugasemdir
banner
banner
banner