lau 20. júní 2020 13:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þýskaland: Andri Rúnar fékk nokkrar mínútur
Andri í landsleik.
Andri í landsleik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sóknarmaðurinn Andri Rúnar Bjarnason kom inn á sem varamaður á 83. mínútu og fékk nokkrar mínútur þegar Kaiserslautern vann sannfærandi sigur í þýsku C-deildinni.

Kaiserslautern fékk Uerdingen í heimsókn og setti tóninn strax á sjöundu mínútu. Staðan var 2-0 í hálfleik og bættu heimamenn svo við tveimur mörkum til viðbótar í síðari hálfleiknum. Lokatölur voru því 4-0.

Andri Rúnar fékk að spreyta sig síðustu mínúturnar en hann hefur verið afar óheppinn með meiðsli á þessari leiktíð. Andri Rúnar, sem er 29 ára, er á sínu fyrsta tímabili í Þýskalandi og hefur hann spilað níu deildarleiki á tímabilinu.

Kaiserslautern er í tíunda sæti deildarinnar þegar liðið á eftir fjóra leiki óspilaða.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner