Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 20. júní 2020 12:11
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Vonast til að Dion geti tekið einhverjar mínútur gegn FH
Lengjudeildin
Dion Acoff í leik með Val.
Dion Acoff í leik með Val.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dion Acoff var ekki í leikmannahópi Þróttar R. sem tapaði 3-1 fyrir Leikni R. á heimavelli í Lengjudeildinni í gær.

Það kom mikið af fólki á óvart þegar Dion gekk í raðir Þróttar á dögunum, en hann var lykilmaður í Íslandsmeistaraliði Valsara sumarið 2017 og lék tólf leiki sumarið 2018. Hann lék með Þrótti 2015 og 2016, en hann hefur sannað það að hann er nægilega góður til að vera í öflugu liði í Pepsi Max-deildinni.

Hann var ekki með Þrótti í gær. Gunnar Guðmundsson, þjálfari Þróttar, vonast til þess að Bandaríkjamaurinn fljóti spili í bikarleiknum gegn FH á miðvikudaginn.

„Hann er nýkominn til landsins og náði ekki að æfa með okkur. Hann mætir á æfingu á morgun (í dag) og vonandi getur hann tekið einhverjar mínútur í bikarleiknum á móti FH," sagði Gunnar Guðmundsson, þjálfari Þróttar, í viðtali við Fótbolta.net eftir leikinn í gær.

Viðtalið í heild sinni má sjá hér að neðan.
Gunnar Guðmunds: Tekur kannski smá tíma að stilla okkur af
Athugasemdir
banner
banner
banner