Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 20. júní 2022 19:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Gaman að sjá hvað það er mikill stígandi í hennar leik"
Sandra María Jessen.
Sandra María Jessen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Er næst markahæst í Bestu deildinni.
Er næst markahæst í Bestu deildinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sandra María Jessen hefur leikið virkilega vel í sumar með Þór/KA í Bestu deild kvenna.

Sandra María sneri aftur heim á Akureyri fyrir tímabilið eftir að hafa leikið í þrjú tímabil með Bayer Leverkusen í Þýskalandi.

Hún eignaðist sitt fyrsta barn á síðasta ári. „Það er skemmtilegt að sjá Söndru Maríu koma aftur, mjög gaman að sjá það,” sagði landsliðskonan Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir í Heimavellinum á dögunum þegar rætt var um frammistöðu Þórs/KA í sumar.



„Það er frábært að fá hana í deildina og gaman að sjá hvað það er mikill stígandi í hennar leik,” bætti Elísa Viðarsdóttir, fyrirliði Vals og landsliðskona, við.

Sandra María, sem er 27 ára, er næst markahæst í deildinni með sex mörk í tíu leikjum. Hún hefur reynst mjög mikilvæg fyrir Þór/KA það sem af er tímabili.

Hún á að baki 31 A-landsleik fyrir Ísland og í þeim hefur hún skorað sex mörk.

Hægt er að hlusta á Heimavöllinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Heimavöllurinn: Beint úr Bestu á EM í Englandi
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner