Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 20. júní 2022 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Óttast ekki að missa Samönthu í glugganum - „Með alla burði til að spila í sterkari deild"
Samantha Leshnak Murphy
Samantha Leshnak Murphy
Mynd: Hrefna Morthens
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Samantha Leshnak Murphy, markvörður Keflavíkur, hefur verið langbesti markvörður Bestu deildar kvenna ef rýnt er í tölfræðina í sumar, en það gæti reynst erfitt fyrir Keflavík að halda henni í sumarglugganum.

Samantha kom til Keflavíkur fyrir tímabilið en tvö ár eru síðan hún spilaði í bandaríska háskólaboltanum.

Hún hefur verið örugg í sínum aðgerðum frá fyrsta degi og verið þrisvar í liði umferðarinnar hér á Fótbolta.net auk þess sem hún var valin sterkasti leikmaðurinn í annarri og níundu umferð.

Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, fréttaritari Fótbolta.net, birti áhugaverða tölfræði á Twitter á dögunum en það sýnir á svörtu og hvítu að hún hefur komið í veg fyrir flest mörk í deildinni og að ef hún stæði ekki á milli stanganna þá væri Keflavík líklega í afar vondri stöðu.



Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Keflavíkur, var spurður út í framtíð hennar og hvort stærri lið gætu farið að sýna henni áhuga, en hann er handviss um að hún eigi eftir að spila í sterkari deild í framtíðinni. Hann gerir þó ráð fyrir því að hún virði samning sinn við félagið, sem gildir út þessa leiktíð.

„Það var ekkert voðalega mikið að gera hjá henni í dag, ekki mikið sem hún þurfti að verja, en ég veit ekki betur en að hún verði hjá okkur út tímabilið. Hún er með samning út tímabilið og það er ekki nema eitthvað stórkostlegt gerist en vissulega er hún frábær markvörður og með alla burði til að spila í sterkari deild."

„Ég held að hún sé að fá dýrmæta reynslu hérna og ekki spilað mikið síðastliðin tvö ár síðan hún kláraði háskólaboltann. Það vantar leikreynsluna sem hún nær sér í hér. Í framtíðinni ef hún heldur rétt á spilunum og sinnir sínum málum vel þá er þetta markvörður sem getur spilað í mun sterkari deild en hér heima,"
sagði Gunnar við Fótbolta.net.

Sjá einnig:
Sterkust í 2. umferð - Sjaldan séð annað eins
Sterkust í 9. umferð - Galin tölfræði
Gunnar Magnús: Örvæntingarskot á móti sterkum vindinum
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner