Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mán 20. júní 2022 21:04
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Undirbúningur kominn á fullt - Vantaði bara tvær
Icelandair
Guðný Árnadóttir æfir ein í Laugardalnum í dag.
Guðný Árnadóttir æfir ein í Laugardalnum í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sara Björk á æfingunni í dag.
Sara Björk á æfingunni í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Undirbúningur er kominn á fullt hjá íslenska kvennalandsliðinu fyrir Evrópumótið sem er framundan í Englandi.

Það voru leikir í Bestu deild kvenna gær en núna er deildin farin í frí. Þær landsliðskonur sem spila í deildinni eru því mættar inn í landsliðshópinn núna og byrjaðar að æfa með landsliðinu.

„Það er alltaf gaman að koma í landsliðsverkefni. Við erum nokkrar búnir að vera lengur, ég kom 3. júní og við erum búnar að spila mikið þrjár á móti þremur. Það er rosa gott að fá allan hópinn núna og byrja æfa sem hópur fyrir EM,” sagði Sara Björk Gunnarsdóttir, miðjumaður landsliðsins, við Fótbolta.net í dag.

Næstu daga verður æft á Íslandi og verður opin æfing 26. júní þar sem landsmenn geta mætt og hitt leikmenn. Svo fljúga stelpurnar okkar til Póllands daginn eftir það og mæta Póllandi í vináttulandsleik 28. júní. Eftir það verður haldið til Þýskalands í æfingabúðir áður en mótið svo hefst.

Það vantaði tvær - Guðný æfði ein
Það vantaði tvo leikmenn í íslenska hópinn í dag. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir er á leiðinni frá Bandaríkjunum og Hallbera Guðný Gísladóttir var að spila með liði sínu, Kalmar, í Svíþjóð í gær.

Varnarjaxlinn Guðný Árnadóttir er tæp fyrir mótið en hún æfði ein í dag ásamt sjúkraþjálfara íslenska liðsins. Annars eru allir leikmenn í fínu standi eins og er.

Ísland hefur leik á Evrópumótinu þann 10. júlí næstkomandi.

Leikir Íslands á EM:
10. júlí gegn Belgíu (Academy Stadium, Manchester)
14. júlí gegn Ítalíu (Academy Stadium, Manchester)
18. júlí gegn Frakklandi (New York Stadium, Rotherham)
Athugasemdir
banner
banner
banner