Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mán 20. júlí 2015 15:30
Magnús Már Einarsson
Auglýsing á .net skilaði Mihajlo Bibercic á Hvammstanga
Gunnar á völlum var hæstánægður með að hitta Mihajlo Bibercic.
Gunnar á völlum var hæstánægður með að hitta Mihajlo Bibercic.
Mynd: Skjáskot/RÚV
Mihajlo Bibercic, fyrrum markahrókur hjá ÍA, KR og Stjörnunni, þjálfar í dag Kormák/Hvöt í 4. deildinni.

Í mars síðastliðnum auglýsti Kormákur/Hvöt eftir þjálfara á Fótbolta.net og þannig rataði Bibercic í starfið.

„Í dag er erfitt að fá vinnu á Íslandi, sérstaklega í fótboltanum," sagði Bibercic í viðtali við Gunnar Sigurðarson, Gunnar á völlum, í þættinum Sumardagar á RÚV.

„ Ég sá auglýsingu á Fótbolta.net og fékk tækifærið. Ég bý núna á Hvammstanga og það er rólegt og fínt."

Bibercic spilaði á Íslandi frá 1993-1998 við góðan orðstír en hann var meðal annars markakóngur í efstu deild árið 1994.

Smelltu hér til að horfa á viðtalið við Biberdzic (Byrjar á 15.20)
Athugasemdir
banner
banner