Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 20. júlí 2018 13:30
Ívan Guðjón Baldursson
Fabinho ætlar að sannfæra Mbappe um að koma til Liverpool
Mynd: Google
Brasilíski miðjumaðurinn Fabinho var keyptur til Liverpool fyrr í sumar fyrir 40 milljónir punda.

Fabinho og Kylian Mbappe eru góðir vinir frá tíma sínum saman hjá Mónakó í franska boltanum.

„Kylian sendi mér skilaboð til að óska mér til hamingju með að vera kominn til Liverpool," sagði Fabinho.

„Ég hef ekki enn komist í það að óska honum til hamingju með að vinna HM, hann var ótrúlegur á þessu móti. Það sem Mbappe er búinn að gera á tveimur árum sem atvinnumaður í knattspyrnu er ótrúlegt. Ég mun óska honum til hamingju um leið og færi gefst."

Fabinho ætlar þó ekki aðeins að óska fyrrverandi samherja sínum til hamingju. Hann ætlar að reyna að fá hann með sér yfir til Liverpool.

„Hann er búinn að segjast ætla að vera áfram hjá PSG en ég ætla að reyna að sannfæra hann um að koma til Liverpool. Ég mun gera það hægt og rólega og vonandi kemur hann á Anfield einn daginn."
Athugasemdir
banner
banner
banner