Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 20. júlí 2018 18:00
Ívan Guðjón Baldursson
Forseti Roma í bann eftir leikinn gegn Liverpool
Mynd: REUTERS
James Pallotta, forseti AS Roma, hefur verið settur í þriggja mánaða bann fyrir ummæli sín eftir 7-6 tap Roma gegn Liverpool í undanúrslitum Meistaradeildarinnar.

Roma tapaði fyrri leiknum 5-2 á Anfield en vann þann síðari 4-2 á Ólympíuleikvanginum. Þegar liðin mættust á Ítalíu voru nokkrar umdeildar dómaraákvarðanir og var Pallotta brjálaður út í dómarateymið og sagði það vera algjöran brandara.

Evrópska knattspyrnusambandið dæmdi hann í bann vegna ummælanna og hefur hann ákveðið að áfrýja.

Pallotta má mæta á leiki hjá Roma en hann má ekki vera í kringum liðið á leikdegi. Bannið gildir aðeins í evrópukeppnum.

Twitter aðgangur Roma sló á létta strengi eins og vanalega.



Athugasemdir
banner
banner