Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fös 20. júlí 2018 15:15
Ívan Guðjón Baldursson
Guinness staðfestir heimsmet Íslands
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimsmetabók Guinness er búin að staðfesta öll heimsmetin sem voru sett á heimsmeistaramótinu í Rússlandi í sumar.

Guinness staðfesti þar með heimsmet Íslands, sem er smæsta þjóð til að taka þátt í mótinu.

Cristiano Ronaldo varð elsti leikmaðurinn til að skora þrennu á HM þegar hann bjargaði sínum mönnum í 3-3 jafntefli gegn Spáni.

Mótið sjálft setti sjálfsmarkamet en það voru 12 sjálfsmörk skoruð í keppninni. Felipe Baloy, 37 ára leikmaður Panama, varð elsti leikmaðurinn til að skora í frumraun sinni á HM.

Essam El Hadary, 45 ára markvörður Egypta, varð þá elsti leikmaðurinn til að koma við sögu á HM. Hann varði vítaspyrnu í tapi gegn Sádí-Arabíu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner