Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 20. júlí 2018 10:00
Ívan Guðjón Baldursson
Rugani að skrifa undir hjá Chelsea
Powerade
Rugani á að fullkomna varnarlínu Chelsea.
Rugani á að fullkomna varnarlínu Chelsea.
Mynd: Getty Images
Willian vill fara frá Chelsea í sumar.
Willian vill fara frá Chelsea í sumar.
Mynd: Getty Images
Vilja 70 milljónir fyrir Zaha.
Vilja 70 milljónir fyrir Zaha.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Í dag eru nákvæmlega þrjár vikur þar til enski boltinn fer af stað og því eru mörg félagaskipti framundan. Hér fyrir neðan er rjóminn af slúðri dagsins, í boði Powerade.



Daniele Rugani, 23 ára varnarmaður Juventus, er á leiðinni til Chelsea fyrir 44 milljónir punda. Rugani mun skrifa undir fimm ára samning og fá 77 þúsund pund í vikulaun. (London Evening Standard)

Brasilíski miðjumaðurinn Fabinho, 24, er að reyna að sannfæra fyrrum liðsfélaga sinn Kylian Mbappe, 19, um að ganga til liðs við sig hjá Liverpool. Mbappe lét ljós sitt skína á HM í sumar og lék með Fabinho hjá Mónakó fyrir tveimur árum. (Liverpool Echo)

Chelsea ætlar að kaupa Gianluigi Donnarumma, 19 ára markvörð AC Milan, ef Thibaut Courtois yfirgefur félagið. (London Evening Standard)

Keylor Navas, 31, ætlar ekki að yfirgefa Real Madrid þó Courtois komi. Hann ætlar að berjast fyrir byrjunarliðssætinu. (AS)

Arsene Wenger er efstur á óskalista japanska knattspyrnusambandsins sem leitar að þjálfara. (Daily Mail)

Willian, 29, vill yfirgefa Chelsea þrátt fyrir ráðninguna á Maurizio Sarri. Willian var mjög ósáttur undir stjórn Antonio Conte. (Sun)

Manchester City mun selja Raheem Sterling, 23, ef hann skrifar ekki undir nýjan samning innan 12 mánaða. City ætlar ekki að leyfa lykilmönnum að yfirgefa félagið á frjálsri sölu. (Mirror)

Sterling óttast að City bjóði honum ekki nógu góðan samning eftir slaka frammistöðu hans á heimsmeistaramótinu í sumar. (Telegraph)

Wilfried Zaha, 25, hefur beðið um að vera seldur frá Crystal Palace. Félagið vill þó ekki selja hann fyrir minna en 70 milljónir punda. (Sun)

Everton ætlar að bjóða Yannick Bolasie, 29, og væna fúlgu fjárs til að reyna að kaupa Zaha. (Mirror)

Danny Welbeck, 27, gæti verið á förum frá Arsenal eftir komu Unai Emery. Everton er að undirbúa 15 milljón punda tilboð. (Sun)

Leicester og Liverpool hafa komist að samkomulagi um kaup á markverðinum Danny Ward, 25. Leicester greiðir rúmlega 12 milljónir punda og á Ward að keppa við Kasper Schmeichel um byrjunarliðssæti. (Telegraph)

Valencia hefur mikinn áhuga á Timothy Fosu-Mensah, 20 ára varnarmanni Manchester United. Spænska félagið vill fá hann lánaðan með kaupmöguleika. (Super Deporte)

Fulham hefur hækkað tilboð sitt í David Lopez, 28, upp í 18 milljónir punda. (El Mundo)

Swansea og Man CIty eru í viðræðum um félagaskipti Bersant Celina. Swansea vill kaupa Celina á 4 milljónir punda. (Mirror)

Sheffield United var að bjóða 5 milljónir í Martyn Waghorn, 28 ára sóknarmann Ipswich. (Daily Star)

Ched Evans, 29 ára sóknarmaður Sheffield Utd, er eftirsóttur af Fleetwood Town, þar sem Joey Barton er við stjórn. Evans var dæmdur fyrir nauðgun fyrir nokkrum árum. (Sheffield United á Twitter)

Stoke er að komast að samkomulagi við Huddersfield um kaupin á kantmanninum Tom Ince, 26. Stoke þarf að greiða um 10 milljónir fyrir hann. (Telegraph)

Stoke er einnig að krækja í James Chester, 29 ára varnarmann Aston Villa, og James McClean, 29 ára kantmann West Brom. (Stoke Sentinel)

Florian Jozefzoon, 27 ára kantmaður Brentford, hefur ákveðið að ganga til liðs við Derby County frekar en Leeds United. (Derby Telegrpah)
Athugasemdir
banner
banner
banner