Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   lau 20. júlí 2019 17:01
Stefán Marteinn Ólafsson
Þórhallur: Gríðarlega ánægður að þetta falli með okkur
Þórhallur Siggeirsson þjálfari Þróttar
Þórhallur Siggeirsson þjálfari Þróttar
Mynd: Raggi Óla
Þróttarar gerðu sér ferð suður með sjó í dag og heimsóttu heimamenn í Njarðvík á Rafholtsvellinum þegar flautað var til leiks í 13.Umferð Inkasso deildar karla í dag.

Lestu um leikinn: Njarðvík 2 -  3 Þróttur R.

„Bara gríðarlega ánægður, sér í lagi hvernig leikurinn spilaðist og þróaðist að við skulum enda þetta á því að sigra leikinn, það var mjög ánægjulegt." Sagði Þórhallur Siggeirsson þjálfari Þróttara eftir leikinn í dag.

„ Ég ætla ekki að segja að ég hafi verið 100% sáttur með framistöðuna en hugarfarið og að við skildum núna ná að klára svona jafnan leik, þetta er svona eins og flestir leikir í þessari deild, þetta er mjög jafnt og þetta er að falla bara á einhverjum ákveðnum atriðum þessir leikir og þessir leikir hafa verið að falla okkur í óhag í fyrri umferðinni, margir mjög jafnir leikir sem við höfum verið að fá á okkur mörk á síðustu mínútunum og annað í leikjum og þess vegna er ég er gríðarlega ánægður að þetta skuli falla með okkur í dag. Sér í lagi hvernig síðasti leikur spilast, við áttum ágætis framistöðu en fengum ekkert úr leiknum og nú í dag er framistaðan kannski ekki frábær en við náum að loka þremur stigum."

„Reyna spila þegar við getum, þetta er erfiður völlur. Markteigirnir eru handónýtir og skritið eða svolítið frábrugðið því að vera spila á hröðu gervigrasi sem flest liðin spila í að koma hérna einhvernegin og það er svona annar leikur en við náðum að aðlagast nokkuð hratt miðað við fyrri hálfleikinn.



Aðspurður út í hvort það verði einhverjar þreifingar á hópnum í glugganum hafði Þórhallur þetta að segja.
„Já það verða það en bara eitthvað sem er í skoðun. Við erum eins og flest lið að missa menn út í skóla og líklega koma einhverjir inn í staðinn."

Nánar er rætt við Þórhall Siggeirsson í spilaranum hér að ofan.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner