Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 20. júlí 2020 14:30
Innkastið
Eiga Valsmenn að láta kantmennina skipta?
Aron Bjarnason í leiknum gegn Breiðabliki í gær.
Aron Bjarnason í leiknum gegn Breiðabliki í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í Innkastinu í gær var rætt um kantmenn Vals. Aron BJarnason hefur verið á hægri kantinum hjá Val í sumar og Kaj Leó í Bartalsstovu á þeim vinstri en í Innkastinu var rætt hvort þeir eigi að skipta um stöðu.

„Þeir eru með Aron Bjarna úti hægra meginn en hann hefur spilað úti vinstra meginn og hann komst út í atvinnumennsku sem vinstri kantmaður. Kaj Leó er vinstra meginn og hann hefur ekki heillað mig," sagði Ingólfur Sigurðsson í Innkastinu.

„Þeir eru báðir vanir því að vera á öfugum kanti til að skera inn og skjóta. Ef þú ert með Kaj Leó hægra meginn og Aron Bjarnason vinstar meginn þá ertu að fá 0,1 fyrirgjöf í leik. Ég skil hvað Heimir er að fara. Hann vill fá krossa í boxið, sérstaklega þegar hann er með Palla Pedersen inn í boxi," sagði Tómas Þór Þórðarson.

„Það sem Heimir verður að gera, eins og hann gerði í þessum leik, er að vera ekki þrjóskur að hafa þá á sama kanti allan tímann. Ef þeir sjá að þeir geti skipt um kanta, eða Heimir eða Túfa, að henda sér í skiptinguna og láta þá gera það sem þeir gera best. Þeir geta labbað framhjá bakverði og skrúfað hann í skeytin fjær," sagði Tómas Þór.
Innkastið - Brynjólfur til Færeyja og KR best á Íslandi
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner