Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 20. júlí 2020 12:34
Magnús Már Einarsson
Enginn fær Gullboltann í ár
Messi vann Gullboltann í fyrra.
Messi vann Gullboltann í fyrra.
Mynd: Getty Images
Ákveðið hefur verið að afhenda ekki Gullbolta Evrópu í ár líkt og venjan er.

Besti leikmaður ársins fær vanalega Gullboltann en verðlaunin hafa verið afhent árlega síðan árið 1956.

Lionel Messi vann Gullboltann í sjötta skipti í fyrra sem er met en Cristiano Ronaldo kemur næst með fimm verðlaun.

Vegna kórónaveirunnar verður Gullboltinn ekki afhentur að þessu sinni.

„Þetta er svo skrýtið ár að við gátum ekki meðhöndlað það eins og venjulegt ár," sagði Pascal Ferre ritstjóri France football sem hefur staðið fyrir valinu í gegnum tíðina.
Athugasemdir
banner