Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 20. júlí 2020 19:05
Brynjar Ingi Erluson
England: Gylfi lagði upp sigurmark Everton gegn Sheffield Utd
Richarlison í baráttunni í leiknum í dag
Richarlison í baráttunni í leiknum í dag
Mynd: Getty Images
Möguleikar Sheffield United um að ná Evrópudeildarsæti eru afar litlir eftir að liðið tapaði fyrir Everton í dag, 1-0. Á sama tíma gerðu Brighton og Newcastle markalaust jafntefli.

Everton náði í góðan sigur á Bramall Lane. Fyrri hálfleikurinn var afar tíðindalítill en hættulegasta færið kom undir lok fyrri hálfleiks er Dominic Calvert-Lewin skallaði fyrirgjöf Theo Walcott í stöng.

Gestirnir voru heitir eftir þetta fína marktækifæri því í byrjun síðari hálfleiks kom sigurmarkið. Everton fékk aukaspyrnu um það bil 45 metra frá markinu hægra megin. Gylfi Þór kom boltanum fyrir markið og þar var Richarlison í teignum og stangaði hann í fjærhornið.

Þriðja stoðsending Gylfa í deildinni á þessu tímabili og þrettánda mark Richarlison í deildinni.

Undir lok leiks gat Everton bætt við öðru marki eftir frábært spil en Gylfi átti þá sendingu á Calvert-Lewin sem kom boltanum á Theo Walcott. Hann kom boltanum fyrir markið en enginn gat nýtt sér það. Stuttu síðar átti Andre Gomes svo skot rétt framhjá markinu.

Gylfi fór af velli undir lok leiks og kom Seamus Coleman inná fyrir hann. Lokatölur á Bramall Lane 1-0 fyrir Everton og von Sheffield United um að ná Evrópudeildarsæti afar veik. Liðið þarf að treysta á að Wolves tapi stigum gegn Crystal Palace og um leið vonast til þess að Chelsea vinni Arsenal í úrslitum FA-bikarsins.

Everton er á meðan í 11. sæti með 49 stig eða jafnmörg og Southampton sem er í 12. sæti.

Á sama tíma gerðu Newcastle United og Brighton markalaust jafntefli. Newcastle átti nokkur góð færi í leiknum en hæst ber að nefna skalla sem Dwight Gayle átti undir lok fyrri hálfleiks en honum tókst ekki að stýra boltanum á markið eftir hornspyrnu Jonjo Shelvey.

Sæti Brighton og Newcastle í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð eru tryggð. Brighton þurfti aðeins stig til að tryggja áframhaldandi veru sinni í deildinni og það tókst.

Úrslit og markaskorarar:

Sheffield Utd 0 - 1 Everton
0-1 Richarlison ('46 )

Brighton 0 - 0 Newcastle
Athugasemdir
banner
banner
banner