mán 20. júlí 2020 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Eyrún ekkert með Selfossi inn á vellinum í sumar
Eyrún meiddist illa á æfingu.
Eyrún meiddist illa á æfingu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eyrún Guðmundsdóttir mun ekki spila með Selfossi í sumar. Hún sleit hásin á æfingu á föstudag.

Eyrún er 33 ára gömul og leikur sem varnarmaður. Hún hefur frá 2014 spilað í Svíþjóð en gekk í raðir Selfoss fyrir tímabilið. Því miður fyrir hana og liðið þá mun hún ekkert koma við sögu inn á vellinum í sumar.

„Þetta er fyrst og fremst ömurlegt fyrir leikmanninn sjálfan og að sjálfsögðu fyrir okkur líka. Hún mun fá hlutverk innan liðsins þrátt fyrir það að hún verði ekki inni á vellinum. Hún er reynslubolti og það er frábært fyrir okkur að hafa hana í hópnum," sagði Alfreð Elías Jóhannsson við Fótbolta.net

Selfoss vann 2-1 sigur á Þór/KA í gær og er í þriðja sæti Pepsi Max-deildarinnar með tíu stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner