Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mán 20. júlí 2020 19:24
Brynjar Ingi Erluson
Gylfi Þór: Vonandi eiga þeir bjarta framtíð hjá félaginu
Gylfi Þór Sigurðsson í leiknum í dag. Hann átti góðan leik með Everton
Gylfi Þór Sigurðsson í leiknum í dag. Hann átti góðan leik með Everton
Mynd: Getty Images
Gylfi Þór Sigurðsson ræddi við Amazon Prime eftir 1-0 sigur Everton á Sheffield United í ensku úrvalsdeildinni í dag en hann lagði upp sigurmark liðsins.

Gylfi lagði upp þriðja mark sitt á leiktíðinni er hann átti aukaspyrnu sem Richarlison skallaði í netið.

Íslenski landsliðsmaðurinn átti afar góðan leik í liði Everton en hann hrósaði liðsfélögum sínum sérstaklega í dag.

„Þetta var erfiður leikur og við vissum að þetta erfitt en við vörðumst vel og miðverðirnir voru frábærir í dag. Þeir hreinsuðu allt úr vörninni," sagði Gylfi við Amazon Prime.

„Þetta mark skráist á hreyfinguna og skallann hjá Richarlison og magnað hvernig hann stýrði boltanum í fjærhornið."

„Ungu leikmennirnir sem eru að koma inn í liðið hafa gert vel og vonandi eiga þeir bjarta framtíð hjá félaginu,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner