Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 20. júlí 2020 12:15
Magnús Már Einarsson
Huddersfield vill ráða mann úr þjálfarateymi Leeds
Carlos Corberan og Marcelo Bielsa stjóri Leeds ræða málin.
Carlos Corberan og Marcelo Bielsa stjóri Leeds ræða málin.
Mynd: Getty Images
Huddersfield hefur óskað eftir því við Leeds að fá að ræða við Carlos Corberan um að taka við stjórastöðunni hjá sér.

Danny Cowley var óvænt rekinn frá Huddersfield í gær þrátt fyrir að hafa náð að tryggja sæti liðsins í Championship deildinni.

Hinn 37 ára gamli Corberan hefur verið í þjálfarateyminu hjá aðalliði Leeds auk þess að þjálfa U23 ára lið félagsins.

Corberan er frá Spáni en hann hefur áður starfað hjá Valencia sem og í Sádi-Arabíu og Kýpur.

Huddersfield vill nú fá Corberan til sín og líklegt þykir að hann taki við stjórastöðunni þar.
Athugasemdir
banner
banner
banner